Uppgötvaðu hinn nýja Solterra.

Fyrsti 100% rafmagnsjeppinn frá Subaru.

Svissa á. Tilbúin. Hlaða.Power on. Ready. Charge.

Solterra, fjórði SUV-bíllinn sem við bætum við Evrópulínuna okkar, losar engan útblástur. Nafn hans er samsetning tveggja orða úr latínu, „sol“ (sem merkir „sól“) og „terra“ (sem merkir „jörð“) – til að undirstrika það að Subaru ætlar sér að nýta nýjar og óhefðbundnar tæknilausnir til að takast á við nýjar áskoranir.
Solterra byggir á þróttmikilli, traustri og áræðinni hönnunarstefnu Subaru, þar sem notagildi og hönnun renna saman, og notagildið er ávallt í forgrunni. Framhlutinn er með einkennandi sexhyrnt grill Subaru, C-laga framljós (sem nú eru í fyrsta skipti búin margföldum LED-aðalljósum frá Subaru) og loftop báðum megin við framstuðarann, sem ekki eru aðeins upp á punt, heldur bæta afköst bílsins í akstri. Þessi straumlínulöguðu hönnunarþættir hámarka loftflæði og draga úr truflunum og hávaða.
Solterra, the fourth SUV we will be adding to our European line-up, is the zero emission SUV. It is coined after two Latin words, Sol (for Sun), and Terra (for Earth) - which Subaru intends to keep driving on responsibly making use of new, alternative technologies.
Solterra is built on Subaru’s dynamic, solid and bolder’ design philosophy, where function fuses with design but function always comes first. The front retains Subaru’s iconic hexagon grille, the Subaru’s C-shaped front lights (which feature Subaru’s first multiple projector LED headlamps), and now has air-intakes on each side of the front bumper, which aren’t there for the show but contribute to the car’s on-road performance. These aerodynamic design features all optimize air-flow, and reduce disturbance and noise.

Þaulhugsuð hönnun skapar opið, afslappað og vel skipulagt rými í Solterra. Mælar eru hátt uppi til að skapa betri yfirsýn og mælaborðið hefur verið lækkað til að opna rýmið enn meira.
Miðstokkurinn og 12,3 tommu miðlægur skjárinn renna fullkomlega saman. Fjöldi rofa er haldið í lágmarki og mikil áhersla er lögð á að gera innanrýmið notandavænt. Solterra er búinn fyrsta flokks Harman Kardon-hljóðkerfi sem er aðeins í boði í þessum Subaru-bíl.
Bíllinn er með stórum þakglugga sem gerir innanrýmið enn opnara og bjartara. Stokkurinn við aftursætin hefur verið fjarlægður og því nægt pláss fyrir farþega í aftursætunum.

Byggður til að vernda, jafnt innan dyra sem utan

Solterra fylgir nýr öryggisbúnaðarpakki, Subaru Safety Sense, sem er pakki með heildstæðum öryggisbúnaði fyrir enn fjölbreyttari aðstæður en áður.
Aðstoð við örugga útgöngu – kerfið varar þig við ef bíll nálgast aftan frá þegar þú ætlar að opna bílhurðina og stíga út og þú færð viðvörun um að bíða þar til hættan er liðin hjá.

Nýr Solterra er einnig búinn sjálfvirkri bakkhemlun, sem greinir bíla eða gangandi vegfarendur fyrir aftan bílinn þegar þú ætlar að bakka. Þetta lámarkar hættuna á að bakka á bíla eða gangandi vegfarendur.

Fjölmargir skynjarar og myndavélar á Solterra tryggja þér 360 gráðu yfirsýn yfir bílinn og gera þér kleift að fylgjast með umhverfi hans til að tryggja öryggi allra – bæði innan og utan bílsins.

Solterra er einnig búinn eftirlitskerfi fyrir ökumann sem notar andlitsgreiningartækni og svefnvöktun til að minnka hættuna á því að ökumaður dotti undir stýri.

Áhyggjulausar ævintýraferðir

Farangursrýmið er 464 lítrar (sem rúmar þrjár stórar 77 lítra ferðatöskur eða fjóra golfpoka), auk þess sem Solterra er búinn margs konar krókum og hringum til að festa farangur fyrir akstur.

Akstur með einu fótstigi hjálpar ökumanninum, eins og S-fótstigið, að auka hraðann og hemla með því einu að stíga á eða sleppa inngjafarfótstiginu.

Nýr Solterra býður upp á þrjár mismunandi akstursstillingar (Eco/Normal/Power) og gírskiptirofa fyrir hraða endurheimt hemlunarorku, sem kemur sér vel þegar ekið er á hlykkjóttum vegum eða við erfiðar aðstæður.

Solterra er knúinn með tveimur aðskildum 80 kW rafmótorum (einum á hvorum öxli – að framan og að aftan) sem skila 160 kW úttaksafli og 335 Nm togi, sem kemur Solterra úr 0 í 60 km/klst. á 7,4 sekúndum og úr 0 í 100 km/klst. á 7,6 sekúndum.

Leggðu undir þig ný lönd

Solterra er sannkallaður Subaru, með sitt sítengda aldrif.

Hann er með mótorum að framan og aftan sem knýja öll fjögur hjólin stöðugt um leið og bíllinn byrjar að hreyfast. Þegar Solterra kemur á markað í Evrópu verður hann búinn þessu sítengda aldrifi – og engu öðru.

Bílnum fylgir einnig uppfærð útgáfa af X-Mode kerfinu okkar. Með X-Mode þarftu enga sérþjálfun til að aka torfærar leiðir. Þú ýtir á einn hnapp og kemst auðveldlega gegnum aurugar slóðir eða djúpa snjóskafla og jafnvel upp brattar, hálar brekkur, án þess að eiga á hættu að renna út af.

Þegar ekið er niður brattar brekkur getur þú notið spennandi akstursupplifunar án þess að þurfa að eiga við öxulinn eða hemlafótstigið – þú hefur hendurnar á stýrinu og bílinn sér um erfiðið fyrir þig.

Solterra er búinn nýjum gripstjórnareiginleika sem nýtir til fullnustu frábæra afldreifingu mótoranna tveggja og eykur gripstjórnunina til muna.

Lægri þyngdarmiðja tryggir að Solterra heldur góðu bili frá jörðu, rétt eins og aðrir SUV-bílar frá Subaru.