Eyesight

Besti aðstoðabílstjóri

sem hægt er að hugsa sér

Fullkomnasta öryggismyndavélatækni sem völ er á

Nýtt EyeSight öryggismyndavélakerfi SUBARU er það fullkomnasta sem völ er á. Kerfið aðstoðar ökumenn við að koma í veg fyrir árekstur. *(1) SUBARU hefur unnið að þróun kerfisins síðastliðin 20 ár og hefur öryggisbúnaðurinn verið til reynslu í bílum frá SUBARU á Japansmarkaði síðastliðin fimm ár.
EyeSight öryggiskerfið tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna. Myndavélarnar senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta og greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight kerfið gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. *(2)
<sg-lang1>Heldur hæfilegri fjarlægð milli bíla</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Heldur hæfilegri fjarlægð milli bíla

Öryggismyndavélakerfið heldur ekki aðeins þeim hraða sem ökumaður setur eins og hefðbundinn hraðastillir gerir...
<sg-lang1>Akreina- og sveifluvari</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Akreina- og sveifluvari

Öryggismyndavélarnar fylgjast með aksturslagi og veglínum og gera ökumanni viðvart, með hljóðmerki og blikkandi ljósi, ef bíllinn rásar á veginum og ef ekið er yfir veglínur...
<sg-lang1>Áminning um að taka af stað</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Áminning um að taka af stað

Þegar bíllinn er í kyrrstöðu á gatnamótum og bíllinn fyrir framan leggur af stað lætur öryggismyndavélakerfið ökumann vita með hljóðmerki og blikkandi ljósi að kominn sé tími til að leggja af stað.
<sg-lang1>Sjálfvirk neyðarhemlun <sup>*(3)</sup></sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Sjálfvirk neyðarhemlun *(3)

Þegar öryggismyndavélarnar skynja gangandi vegfaranda, reiðhjól eða annan bíl fyrir framan bílinn, í nálægð sem skapar hættu á árekstri miðað við hraða bílsins, láta þær ökumann vita með hljóðmerki og blikkandi ljósi...
<sg-lang1>Sjálfvirk neyðarstjórnun á eldsneytisgjöf</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Sjálfvirk neyðarstjórnun á eldsneytisgjöf

Þegar öryggismyndavélarnar skynja hlut eða vegg framan við bílinn og ökumaður setur bílinn í áfram-gír og gerir sig líklegan til að aka beint áfram í stað þess að bakka gerir kerfið ökumanni viðvart með hljóðmerki og blikkandi ljósi. Ef ekkert er aðhafst tekur kerfið eldsneytisgjöfina yfir til að koma í veg fyrir árekstur.
<sg-lang1>Sjálfvirk stýringarhjálp</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Sjálfvirk stýringarhjálp

Þegar öryggismyndavélarnar skynja mögulega hættu á árekstri bregst sjálfvirkt stýringarhjálparkerfi við með því að auðvelda ökumanni að taka snögglega krappa beygju.

* Skoða skilyrði

*(1) EyeSight öryggisbúnaðurinn er einungis hugsaður sem viðbót við árvakan akstur ökumanns. Búnaðurinn getur ekki komið í staðinn fyrir að ökumaður taki fulla ábyrgð á aðstæðum eins og gildandi umferðareglur segja til um. Hafa þarf í huga að virkni búnaðarins er háð reglulegu viðhaldi bílsins, veðri og akstursaðstæðum hverju sinni. Nauðsynlegt er að lesa og kynna sér vel upplýsingar um takmarkanir EyeSight öryggisbúnaðarins í eigendahandbók bílsins.
*(2) Þar sem virkni EyeSight öryggisbúnaðarins takmarkast við hæð yfir einum metra frá jörðu getur búnaðurinn ekki borið kennsl á börn og hluti sem kunna að vera undir eins metra hæð.
*(3) Sjálfvirk neyðarhemlun virkar ekki alltaf eða við allar aðstæður. Hraðamismunur milli bíls og hluta í umhverfinu, annarra farartækja eða vegfarenda hefur áhrif þar á sem og hæð hluta. Búnaðurinn getur því virkað á ólíkan hátt við mismunandi aðstæður. Ökumaður þarf alltaf að taka fulla ábyrgð á akstrinum og vera á varðbergi gagnvart breytilegum aðstæðum.