Outback

Kraftmikil akstursgeta.

Afgerandi fágun.

Akstursöryggi

Greining Subaru á bílum fyrir aftan*

Greining Subaru á bílum fyrir aftan*

Greining Subaru á bílum fyrir aftan notar skynjara hringinn í kringum bílinn til að láta vita ef bílar eru á blindsvæðum að aftan til að auka öryggi við akreinaskipti, auk þess sem þeir geta varað við mögulegum árekstri þegar bakkað er inn á umferðargötu.

Háljósaaðstoð*

Háljósaaðstoð*

Háljósaaðstoð eykur skyggni og öryggi við akstur í myrkri með því að kveikja og slökkva sjálfkrafa á háljósum Outback, allt eftir akstursskilyrðum.

Auto Vehicle Hold

Auto Vehicle Hold

Vehicle Dynamics Control System monitors and analyses if the vehicle is following the driver’s intended course via an array of sensors. If a tyre slips or a high-speed turn moves the vehicle off its intended path, the AWD torque distribution...

Virk togstýring

Virk togstýring

beygjum beitir virk togstýring hemlum og dregur úr afli til innri hjólanna um leið og aflið er aukið til ytri hjólanna. Þetta auðveldar krappar beygjur og býður upp á nákvæmari stýringu. Þegar kerfið vinnur með VDC-stöðugleikastýringunni ver það þig gegn hættum og eykur öryggistilfinningu þína.

Aukin yfirsýn

Aukin yfirsýn

Við breyttum grindinni til að auka yfirsýn og minnka blindsvæðin. Við settum einnig litla hliðarrúðu að framan hjá hliðarspeglunum til að minnka blindsvæðið að framan með aukinni yfirsýn

* Skilyrði

* Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir því að aka á öruggan hátt, með aðgát og samkvæmt umferðarlögum. Ekki skal reiða sig eingöngu á eiginleika framúrskarandi öryggisbúnaðarins fyrir öruggan akstur. Greiningareiginleikar kerfisins eru takmarkaðir. Ítarlegar upplýsingar um virkni og takmarkanir kerfisins er að finna í notendahandbókinni. Frekari upplýsingar fást hjá söluaðila

Árekstraröryggi

Uppsetning sem ver farþegarýmið

Uppsetning sem ver farþegarýmið

Subaru leggur alveg sérstaka áherslu á öryggi þitt. Komi til framanákeyrslu eru BOXER-vél SUBARU og gírkassinn í Outback hönnuð á þann hátt að þau gangi ekki inn í farþegarýmið til að tryggja öryggi farþega.

SRS-loftpúðar*

SRS-loftpúðar*

SRS-loftpúðar* að framan, SRS-hliðarloftpúðar* að framan, SRSloftpúðatjöld* og SRS-hnéloftpúðar* eru staðalbúnaður í Outback til að veita öllum farþegum aukna vernd ef til árekstrar kemur.

Sérstyrkt hringlaga grind

Sérstyrkt hringlaga grind

Sérstyrkt hringlaga grind eykur styrk farþegarýmisins, allt frá þaki til hurða, stoða og gólfs. Þessi hönnun dregur úr og dreifir höggi í átt frá farþegum komi til áreksturs. Hún styrkir einnig og léttir undirvagninn, sem veitir aukna vörn.

Höfuðpúðar á framsætum

Höfuðpúðar á framsætum

Höfuðpúðarnir bjóða upp á stillingu hæðar og horns og henta því öllum farþegum, óhæð stærð eða kröfum um þægindi.

Öryggisbelti í framsætum með forstrekkjurum og átakstakmörkun

Öryggisbelti í framsætum með forstrekkjurum og átakstakmörkun

Öryggisbelti í framsæti eru með hæðarstillingu, forstrekkjurum til að halda farþegum tryggilega föstum og átakstakmörkun til að létta mesta þrýstingnum af brjóstkassanum

*Skilyrði

* SRS: SRS-loftpúðar. Virka ásamt öryggisbeltum.

EyeSight

Leiðandi akstursaðstoðartækni Subaru

Við hjá Subaru trúum á ALHLIÐA ÖRYGGI og mikilvægur þáttur þess er árekstraröryggi þar sem reynt er að tryggja að engin slys eigi sér stað. Þess vegna bjuggum við til EyeSight*1, brautryðjandi akstursaðstoðarkerfi Subaru. EyeSight notar tvær samtengdar myndavélar til að fanga litmyndir í þrívídd með frábærri myndgreiningu. Kerfið veitir ökumanninum aðra sýn á veginn framundan, sem jafnast næstum á við mennska sjón. Kerfið notar myndir frá báðum myndavélunum til að

ákvarða af nákvæmni lögun, hraða og fjarlægð og greinir ekki aðeins bíla heldur einnig mótorhjól, reiðhjól og gangandi vegfarendur.*2 Þegar kerfið greinir yfirvofandi hættu varar það ökumanninn við og hemlar jafnvel til að koma í veg fyrir árekstur. Með bættum öryggiseiginleikum af þessu tagi minnkar EyeSight álagið á ökumanninn og eykur öryggistilfinningu þína í Outback.

Sjálfvirkur hraðastillir

Sjálfvirkur hraðastillir

EyeSight*1 viðheldur ekki aðeins hraðanum sem ökumaðurinn stillir eins og hefðbundinn hraðastillir gerir. Þegar kerfið greinir bíl fyrir framan stillir sjálfvirki hraðastillirinn hraðann til að halda tiltekinni fjarlægð frá bílnum á undan með því að fylgjast með fjarlægðinni og...

Sveigju- og akreinaskynjari

Sveigju- og akreinaskynjari

Þegar þreyta fer að segja til sín og þú byrjar að reika um á akrein hjálpar sveigjuskynjarinn þér að halda athygli með hljóðmerki og blikkandi ljósi. Aftur á móti verður sveigjuskynjarinn ekki virkur fyrr en um það bil 60 km/klst. hraða eða meiri...

Viðvörun um hreyfingu ökutækis fyrir framan

Viðvörun um hreyfingu ökutækis fyrir framan

Þegar bíllinn er kyrrstæður og EyeSight skynjar að umferðin er byrjuð að hreyfast að nýju lætur viðvörunin um hreyfingu ökutækis fyrir framan ökumanninn vita með hljóðmerki og blikkandi ljósi

Akreinaskynjarar

Akreinaskynjarar

Á hraðbrautum, þjóðvegum og svipuðum vegum getur akreinastýringin fylgst með akreinamerkingum með samtengdum myndavélum og greint þegar bíllinn byrjar að leita út af akreininni...

Hemlakerfi með árekstraröryggi<sup>*2</sup>

Hemlakerfi með árekstraröryggi*2

Þegar kerfið skynjar yfirvofandi ákeyrslu á annað ökutæki eða hindrun getur hemlakerfi með árekstraröryggi varað ökumanninn við með hljóðmerki og ljósi í mælaborði. Ef ökumaðurinn bregst ekki við...

Inngjöf með árekstraröryggi

Inngjöf með árekstraröryggi

Þegar EyeSight greinir hindrun fyrir framan bílinn og hann er settur í framgír en ekki bakkgír gefur inngjöf með árekstraröryggi frá sér ítrekuð hljóðmerki, kveikir á blikkandi ljósi og dregur úr vélarafli til að koma í veg fyrir framanákeyrslu.

* View the conditions

*1 EyeSight er akstursaðstoðarkerfi sem hugsanlega virkar ekki sem skyldi við allar akstursaðstæður. Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir því að aka á öruggan hátt, með aðgát og samkvæmt umferðarlögum. Virkni kerfisins ræðst af mörgum þáttum, svo sem viðhaldi bíls, veðri og ástandi vegar. Ítarlegar upplýsingar um virkni og takmarkanir EyeSight-kerfisins er að finna í handbók bílsins. *2 Hemlakerfi með árekstraröryggi virkar mögulega ekki við allar aðstæður. Mögulega virkar EyeSight ekki eins og skyldi við allar aðstæður, allt eftir hraðamismun, hæð hindrunar og öðrum skilyrðum.