SUBARU XV

Fullbúinn í fjörið.

Allir dagar geta og ættu að vera ánægjuleg ævintýri.

Akstursöryggi

<sg-lang1>Háþróaður öryggispakki:  Greining SUBARU á bílum fyrir aftan (SRVD)<sup>*1*2</sup></sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Háþróaður öryggispakki: Greining SUBARU á bílum fyrir aftan (SRVD)*1*2

Skynjarar í kringum bílinn láta þig vita ef bílar eru á blindsvæðum að aftan til að auka öryggi við akreinaskipti. Þeir vara þig einnig við yfirvofandi árekstri þegar bakkað er inn á umferðargötu.
<sg-lang1>Háþróaður öryggispakki:  Háljósaaðstoð (HBA)<sup>*1*2</sup></sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Háþróaður öryggispakki: Háljósaaðstoð (HBA)*1*2

Háljósaaðstoð eykur skyggni og öryggi við akstur í myrkri með því að kveikja og slökkva sjálfkrafa á háljósunum, allt eftir akstursskilyrðum.
<sg-lang1>Útsýni</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Útsýni

Til að koma í veg fyrir óhöpp er grundvallaratriði að sjá vel í kringum sig. SUBARU XV er hannaður með það fyrir augum að ökumaður hafi bestu mögulegu sýn á nánasta umhverfi.
<sg-lang1>VDC-stöðugleikastýring og virk togstýring</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

VDC-stöðugleikastýring og virk togstýring

Ef bíllinn nálgast stöðugleikamörkin er dreifing togs á öllum hjólum, vélarafl og hemlar á hverju hjóli stillt til að halda stefnu bílsins. Með virkri togstýringu...

*Skoða skilyrði

*1 Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir því að aka á öruggan hátt, með aðgát og samkvæmt umferðarlögum. Ekki skal reiða sig eingöngu á eiginleika háþróaða öryggispakkans fyrir öruggan akstur. Eiginleikar kerfisins eru takmarkaðir. Ítarlegar upplýsingar um virkni og takmarkanir kerfisins er að finna í eigandahandbókinni. Frekari upplýsingar fást hjá söluaðila. *2 Aukabúnaður. *3 Virka ásamt öryggisbeltum.

SGP-undirvagn SUBARU

Þessi öryggiskerfi hagnast einkum á framförum SGP-undirvagnsins með meiri stífleika, minni þyngd, bættu veltiviðnámi og viðbragðsgóðri stýringu.
<sg-lang1>Komið í veg fyrir hættu</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Komið í veg fyrir hættu

Lægri þyngdarmiðja, bætt fjöðrunarkerfi og aukinn stífleiki SGP-undirvagnsins gerir það að verkum að bíllinn svarar strax þegar reynt er að víkja frá sem hjálpar til við að forðast hættur á veginum.
<sg-lang1>Útlit sem ver farþegarýmið</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Útlit sem ver farþegarýmið

Lág þyngdarmiðja SGP-undirvagnsins veldur því að vélin og gírkassinn sitja lægra en nokkru sinni fyrr, en þessi hönnun kemur í veg fyrir að hlutirnir fari inn í farþegarýmið við árekstur.

Árekstrar-öryggi

<sg-lang1>Sérstyrkt hringlaga grind</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Sérstyrkt hringlaga grind

Sérstyrkta hringlaga grindin er úr mjög öflugum stálplötum og var endurhönnuð til að ná fram betri höggdeyfingu við árekstur úr öllum áttum.
<sg-lang1>SRS-loftpúðar<sup>*3</sup></sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

SRS-loftpúðar*3

SRS-loftpúðar*3 að framan, SRS-hliðarloftpúðar *3 að framan, SRS-loftpúðatjöld*3 og SRS-hnéloftpúði*3 eru staðalbúnaður í öllum nýjum SUBARU XV til að veita farþegum aukna vernd ef til árekstrar kemur.
<sg-lang1>Framsæti sem minnka hálshnykk</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Framsæti sem minnka hálshnykk

Þessi sæti, sem eru hönnuð til að auka þægindi og öryggistilfinningu ökumannsins, geta einnig hjálpað til við að draga úr hálshnykk frá tilteknum gerðum árekstra.
<sg-lang1>Öryggisbelti með lástungu</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Öryggisbelti með lástungu

Við árekstur takmarkar lástungan hreyfingu mjaðmabeltisins og dregur úr höggi á lægra brjóstsvæðið til að auka öryggi og minnka meiðsli.

*Skoða skilyrði

*1 Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir því að aka á öruggan hátt, með aðgát og samkvæmt umferðarlögum. Ekki skal reiða sig eingöngu á eiginleika háþróaða öryggispakkans fyrir öruggan akstur. Eiginleikar kerfisins eru takmarkaðir. Ítarlegar upplýsingar um virkni og takmarkanir kerfisins er að finna í eigandahandbókinni. Frekari upplýsingar fást hjá söluaðila. *2 Aukabúnaður. *3 Virka ásamt öryggisbeltum.

EyeSight

Akstursaðstoð SUBARU í fremsta flokki

Við hjá Subaru trúum á ALHLIÐA ÖRYGGI og mikilvægur þáttur þess er öryggi fyrir árekstur þar sem reynt er að tryggja að engin slys eigi sér stað. Þess vegna bjuggum við til EyeSight*1, brautryðjandi akstursaðstoðarkerfi Subaru. EyeSight notar tvær samtengdar myndavélar til að fanga litmyndir í þrívídd með frábærri myndgreiningu. Kerfið veitir ökumanninum aðra sýn á veginn framundan, sem jafnast næstum á við mennska sjón. Kerfið notar myndir frá
báðum myndavélunum til að ákvarða af nákvæmni lögun, hraða og fjarlægð og greinir ekki aðeins bíla heldur einnig mótorhjól, reiðhjól og gangandi vegfarendur.*2 Þegar kerfið greinir yfirvofandi hættu varar það ökumanninn við og hemlar jafnvel til að koma í veg fyrir árekstur. Með bættum öryggiseiginleikum af þessu tagi minnkar EyeSight álagið á ökumanninn og eykur öryggistilfinningu þína í SUBARU XV.
<sg-lang1>Sjálfvirkur hraðastillir</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Sjálfvirkur hraðastillir

EyeSight*1 viðheldur ekki aðeins hraðanum sem ökumaðurinn stillir eins og hefðbundinn hraðastillir gerir. Þegar kerfið greinir bíl fyrir framan...
<sg-lang1>Sveigju- og akreinaskynjari</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Sveigju- og akreinaskynjari

Þegar þreyta sígur á þig og þú reikar um á akrein hjálpar sveigjuskynjarinn þér að halda athygli með hljóðmerki og blikkandi ljósi. Sveigjuskynjarinn verður hins vegar...
<sg-lang1>Viðvörun um hreyfingu ökutækis fyrir framan</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Viðvörun um hreyfingu ökutækis fyrir framan

Þegar bíllinn er kyrrstæður og EyeSight skynjar að umferðin er byrjuð að hreyfast að nýju lætur viðvörunin um hreyfingu ökutækis fyrir framan ökumanninn vita með hljóðmerki og blikkandi ljósi.
<sg-lang1>Akreinaskynjarar</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Akreinaskynjarar

Á hraðbrautum, þjóðvegum og svipuðum vegum getur akreinastýringin fylgst með akreinamerkingum með samtengdum myndavélum og greint þegar bíllinn byrjar að leita út af akreininni...
<sg-lang1>Hemlakerfi með árekstraröryggi<sup>*2</sup></sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Hemlakerfi með árekstraröryggi*2

Þegar kerfið skynjar yfirvofandi ákeyrslu á annað ökutæki eða hindrun getur hemlakerfi með árekstraröryggi varað ökumanninn við með hljóðmerki og ljósi í mælaborði. Ef ökumaðurinn...
<sg-lang1>Inngjöf með árekstraröryggi</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Inngjöf með árekstraröryggi

Þegar EyeSight greinir hindrun fyrir framan bílinn og hann er settur í framgír en ekki bakkgír gefur inngjöf með árekstraröryggi frá sér ítrekuð hljóðmerki, kveikir á blikkandi ljósi og dregur úr vélarafli til að koma í veg fyrir framanákeyrslu.

*Skoða skilyrði

*1 EyeSight er akstursaðstoðarkerfi sem hugsanlega virkar ekki sem skyldi við allar akstursaðstæður. Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir því að aka á öruggan hátt, með aðgát og samkvæmt umferðarlögum. Virkni kerfisins ræðst af mörgum þáttum, svo sem viðhaldi bíls, veðri og ástandi vegar. Ítarlegar upplýsingar um virkni og takmarkanir EyeSight-kerfisins er að finna í handbók bílsins. *2 Hemlakerfi með árekstraröryggi virkar mögulega ekki við allar aðstæður. Mögulega virkar EyeSight ekki eins og skyldi við allar aðstæður, allt eftir hraðamismun, hæð hindrunar og öðrum skilyrðum.