SUBARU XV

Fullbúinn í fjörið.

Allir dagar geta og ættu að vera ánægjuleg ævintýri.

SUBARU BOXER vélin

Boxer-vél, eða flöt vél, er vél með stimplum sem hreyfast lárétt í gagnstæða átt að hvor öðrum. Í meira en hálfa öld hefur Subaru einn bílaframleiðenda lagt áherslu á framleiðslu SUBARU BOXER-véla
hinna mörgu kosta sem þær hafa fram yfir aðrar vélagerðir og til að tryggja endingu og áreiðanleg afköst í bílum sínum.

Aukinn stöðugleiki

Lág þyngdarmiðja og flöt hönnun auka stöðugleika út til hliðanna miðað við aðrar gerðir véla.

Endingargóð afköst

Flöt vélin er einstaklega stíf og stöðug og skapar minni titring en aðrar gerðir véla.

Symmetrical All-Wheel Drive (AWD)

Aldrifið Subaru dreifir afli til allra dekkja til að auka grip á blautu og sleipu undirlagi. Á láréttum samhverfum fleti
býður kerfið upp á stöðuga og lága þyngdarmiðju sem skilar stöðugri og öruggari akstri.

Lineartronic + aldrif með virkri skiptingu togs

Lineartronic er hægt að stilla á öll hlutföll innan sviðs kerfisins til að tryggja mjúka og stiglausa gírskiptingu sem heldur vélinni innan skilvirkasta snúnings fyrir hnökralausa hröðun, afköst og sparneytni.
Þessu kerfi fylgir Subaru-aldrif með virkri skiptingu togs. Sjálfgefið tog er 60% í framhjól og 40% í afturhjól sem hægt er að stilla á 50/50 skiptingu í samræmi við akstursskilyrði.

Subaru Global Platform

SGP-undirvagn Subaru (Subaru Global Platform) er undirvagninn sem allir bílar Subaru munu aka á. Hér er á ferðinni undirvagn sem snýst ekki bara um aukin afköst
heldur einnig akstursupplifun sem aðeins er að finna í Subaru ásamt auknu alhliða öryggi og afkastagetu. Þetta er framtíðin hjá Subaru, framtíð sem býður upp á enn meiri ánægju og hugarró í akstri.

1. Skemmtilegri í akstri

Viðbragðsbetra stýri gerir ökumanninum kleift að stýra bílnum þangað sem hann á að fara um leið og geta til að forðast hættu er aukin. Niðurstaðan er bíll sem er öruggari og skemmtilegri í akstri, einnig í langferðum. Og þrátt fyrir mikla hæð frá jörðu liggur nýr SUBARU XV eins og fólksbíll í beygjum.

2. Þægindi í akstri

Endurbætur á stífni undirvagns, fjöðrun og jafnvægisstöngum dempa högg frá vegi og jafna út ójöfnur með það að markmiði að auka þægindi og draga úr þreytu í lengri ferðum.

3. Þægilegt farþegarými

Óþægilegur titringur eða hávaði hefur verið lágmarkaður til að tryggja ánægjulegan akstur fyrir alla í bílnum. Endurbætur á fjöðrun og einstaklega stífur undirvagn tryggja svo þægindi.

X-MODE

X-MODE -stillingin býður upp á áreiðanlegri stjórn með einum hnappi. Tæknin í X-MODE tekur yfir stjórn vélarinnar, gírskiptingarinnar, samhverfs aldrifsins, hemlanna og annarra þátta til að koma þér örugglega
í gegnum erfið akstursskilyrði og yfir síbreytilegt undirlag. Þegar X-MODE er virkjað heldur HDC-hallastýringin sjálfkrafa stöðugum hraða á SUBARU XV þegar ekið er niður brekku.