SOLTERRA

Nafnið SOLTERRA er samsett úr latínsku
orðunum sol og terra, sem þýða sól og jörð.
Nafn bílsins hefur verið valið til að leggja áherslu á að um
rafjeppling sé að ræða
sem keyrir í sátt við náttúruna.

NÚ MEÐ MEIRI DRÆGNI OG DRÁTTARGETU

Subaru kynnir með stolti uppfærða útgáfu af rafknúna jepplingnum okkar – Subaru Solterra. Þetta er fyrsta stórbreytingin frá frumraun og mikilvægur áfangi á vegferð okkar í rafvæðingu.

Með stærri 73,1 kWst rafhlöðu skilar nýr Solterra meiri drægni og enn meiri þægindum í daglegu lífi – hvort sem þú ert á leið í vinnuna eða í langt ævintýri. Á sama tíma hefur dráttargeta verið aukin í 1.500 kg og gerir bílinn fjölhæfari en nokkru sinni.

Eins og alltaf sameinar Solterra fjórhjóladrif Subaru við háþróaða tækni fyrir öruggan og traustan akstur – í öllum veðrum og á öllum vegum, sem og utan vega.

INNANRÝMI

Rúmgott farþegarými

Það er nóg fótarými fyrir alla farþega í rúmgóða farþegarýminu. Rafmagnsaksturinn er nánast hljóðlaus og stuðlar að notalegri akstursupplifun.

Solterra 2026 - Ökumannsrými
Solterra 2026 - Innanrými
INNANRÝMI

Fyrsta flokks aðstaða

Hönnun ökumannssætisins í Solterra er í samræmi við hönnunarreglur Subaru: gott skyggni, þægindi og auðveld notkun. Lágt mælaborðið gefur gott skyggni í gegnum framrúðuna og mikilvægar upplýsingar koma skýrt fram á samsetta mælaborðinu og á miðskjánum.

INNANRÝMI

Nýr fljótandi miðstokkur

Miðstokkurinn er með háþróaðri „fljótandi“ hönnun. Hann inniheldur tvö hleðsluhólf fyrir þráðlausa hleðslu. Auðvelt er að komast að öllum stýrihlutum og undir stjórnborðinu er hagnýtt geymsluhólf. 

SOLTERRA miðborð
SOLTERRA stafrænt mælaborð
INNANRÝMI

Ný sætahönnun

Sætin í Solterra eru breið og þægileg með góðu hliðarhaldi sem styður við líkamsstöðu í lengri ferðum. Vandaður og snyrtilegur frágangur skapa notalegt rými og hitun gerir aksturinn enn þægilegri á köldum dögum.

INNANRÝMI

Nýr 14″ margmiðlunarskjár

Stóri margmiðlunarskjárinn er vel upplýstur og gefur litla endurspeglun, svo það er auðvelt að lesa á hann. Skjárinn er staðsettur þannig að hann tekur sem minnst pláss en er um leið aðgengilegur.

Solterra - Margmiðlunarskjár
Solterra - að framan
AFKÖST

Kraftmikill og lipur

Solterra er með nákvæmu fjórhjóladrifi og tveimur rafmótorum sem skila tafarlausu afli og öruggu gripi. X-MODE og ný Grip Control tækni auka stjórn á hálku og í torfærum. Dráttargeta er nú allt að 1.500 kg, sem bætir enn við fjölhæfni bílsins.

AFKÖST

Veghæð

Solterra er alvöru rafjepplingur með 21 cm háa veghæð. hönnunin er vandlega útfærð þannig að yfirbygging og rafgeymir séu með sem mesta vernd.

Solterra - veghæð
SOLTERRA afköst
AFKÖST

Fjórhjóladrifinn

Solterra er alvöru sportjepplingur, tilbúinn í allar aðstæður. Hann er með mótorum að framan og aftan sem knýja öll fjögur hjólin stöðugt um leið og bíllinn byrjar að hreyfast. Mótorarnir dreifa aksturs- og hemlunarafli nákvæmlega á hvert einstakt hjól eftir aðstæðum þannig að þú færð gott grip á blautum og hálum vegum.

AFKÖST

X-Mode með Grip control

Bílnum fylgir einnig uppfærð útgáfa af X-Mode kerfinu okkar. Með X-Mode er auðvelt að aka torfærar leiðir. Þú ýtir á einn hnapp og kemst auðveldlega gegnum aurugar slóðir eða djúpa snjóskafla og jafnvel upp brattar, hálar brekkur, án þess að eiga á hættu að renna út af.
Þegar ekið er niður brattar brekkur getur þú notið akstursins án þess að þurfa að eiga við hemlafótstigið – þú hefur hendurnar á stýrinu og bílinn sér um erfiðið fyrir þig.

SOLTERRA afköst
100% RAFMAGN

Rafmagnaður akstur sem býður upp á nýja möguleika

Solterra kemur með fyrirferðarlítilli og orkumikilli rafhlöðu sem er innbyggð í undirvagninn sem veitir aukinn stöðugleika. Mótorar að framan og aftan veita betri stjórnhæfni, meira öryggi og nánast hljóðlausan akstur.

Solterra - Hleðsla
Solterra-undirvagn
100% RAFMAGN

E-Subaru undirvagninn

Háorku rafhlaðan er staðsett undir gólfinu. Þetta gefur bílnum lægri þyngdarpunkt og gerir hann því auðveldari í stjórnun. Undirvagninn býður einnig upp á betri nýtingu innanrýmis og gerir farþegarýmið eins rúmgott og mögulegt er. Með því að nota rafhlöðuna sem hluta af grunnbyggingu bílsins, eykst styrkur og stífleiki yfirbyggingarinnar.

100% RAFMAGN

Rafhlaða og drif

Tveir mótorar á fram- og afturás veita mikið tog og viðbragðsmikla mjúka hröðun. Með því að nota S-PEDAL DRIVE getur þú hraðað og bremsað ökutækið örugglega og auðveldlega með inngjafarpedalanum. Til að tryggja stöðug afköst er hitastig rafhlöðunnar stjórnað með vatnskælikerfi.

Solterra-rafhlaðan
Solterra - Hleðsla
100% RAFMAGN

Auðveld hleðsla

Solterra hefur drægni upp á allt að 500 km samkvæmt WLTP. Hægt er að hraðhlaða upp í 80% á aðeins 30 mínútum (fer eftir hitastigi) með allt að 150kW afköstum. AC hleðsla með 11kW hleðslu er einnig möguleg. Það er hægt að fylgjast með hleðslustöðu bílsins og öðrum aðgerðum í gegnum Subaru Care appið.

Solterra - akstursaðstoð
ÖRYGGI

Öryggis- og akstursaðstoðarkerfi

Subaru hefur mikla reynslu af þróun gæða öryggiskerfa. Solterra er búinn öryggiskerfinu Safety Sense sem staðalbúnað. Bíllinn er hannaður þannig að rafhlaðan er vel varin. Mikil hæð frá jörðu, 21 cm, stuðlar einnig að því að rafhlaðan er enn frekar vernduð gegn höggskemmdum á ójöfnu undirlagi.

Subaru Safety Sense akstursaðstoðarkerfið

Árekstrarvari

Kerfið greinir hraða þinn og hraða ökutækisins fyrir framan þig og bremsar sjálfkrafa ef líkur eru á árekstri. 

Aðlægur hraðastillir

Aðlagar sig að hraða ökutækisins fyrir framan þig eða greindum umferðaskiltum.
Bíllinn heldur þannig stöðugu bili á milli þín og næsta ökutækis. 

Akreinastýring

Kerfið sér um að halda bílnum á miðri akreininni. 

Akreinavari

Viðvörun kemur upp ef það er bíll á þeirri akrein sem verið er að skipta yfir á. 

Greining umferðarskilta

Bíllinn greinir löglegan hámarkshraða hverju sinni. 

Sjálfvirk stilling aðalljósa

Bíllinn sér um að stilla hæð aðalljósa sjálfkrafa útfrá birtuskilyrðum og umferð. 

Eftirlit með athygli bílstjóra

Skynjar athygli ökumanns og stingur upp á hvíld ef augnlokin eru farin að síga og lætur vita ef athyglin er ekki á veginum. 

Neyðarhemlunaraðstoð

Ef hætta greinist mun bíllinn stöðvast að fullu. 

Subaru öryggiskerfið

Blindsvæðisviðvörun

Lætur þig vita ef bíll er í blindsvæði bílstjóra þegar verið er að skipta um akrein. 

Útgengisviðvörun

Þegar þú ert á leiðinni úr bílnum mun kerfið láta þig vita ef bíll nálgast að aftan. 

Bílastæðahemlun

Hemlar sjálfkrafa ef hindrun greinist þegar verið er að leggja í stæði. 

Bakkaðstoð

Hemlar sjálfkrafa ef umferð greinist fyrir aftan bílinn þegar verið er að bakka. 

Umhverfismyndavél

360 gráðu sýn umhverfis bílinn sem hjálpar þér til dæmis að leggja í stæði. 

Subaru logo
Gerðirnar

Solterra

Outback

Forester

Skoða verðlista

Þjónusta

Bóka tíma í þjónustu

Ábyrgðar- og þjónustubók

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Bóka reynsluakstur

BL ehf. - Sævarhöfði 2, 110 Reykjavík - 525 8000