Forester

Gerður til að kanna

ætlaður til að ferðast.

Symmetrical fjórhjóladrifið

Það veitir sjálfstraust að vera með fulla stjórn. Stöðugleiki og lipurð vekja akstursánægju, sem er einmitt það sem er spennandi við FORESTER. SUBARU bílar eru þekktir fyrir að gefa aukið sjálfstraust undir stýri, en það er Symmetrical fjórhjóladrifinu og SUBARU BOXER vélinni að þakka. Þessi búnaður skilar vélarafli til allra fjóra hjólanna á sama tíma og veita þar með betri stjórn við allar akstursaðstæður.

Með framúrskarandi stöðugleika og jafnvægi verður meðhöndlun þægileg og nákvæm á sama tíma. Ökuferðin verður ögrandi og grípandi en það má þakka láréttri röðun búnaðar og lágri þyngdarmiðju. Einstakir kostir Symmetrical fjórhjóladrifsins gera það að verkum að aksturinn verður ánægjulegri og þú betur í stakk búinn til forðast hættur.

Fjöðrun

FORESTER er búinn háþróaðri fjöðrun að framan og aftan til að skapa mestu mögulegu akstursþægindi við allar akstursaðstæður. Fjöðrunin er gerð fyrir slétta vegi jafnt sem grófa þannig að FORESTER er mjög fjölhæfur.

Dísilútgáfa FORESTER er með olíuinnsiglaða framdempara með núningsstýringu sem er sérstaklega hugsuð til að draga úr hristingi og veltingi á yfirbyggingunni, einnig er afturfjöðrun dísilbílsins sérstaklega styrkt fyrir meiri stjórn og snarpan, öruggan akstur.

SUBARU BOXER Vélin

Fáir jepplingar aka um götunar með jafnmiklu öryggi og snerpu og FORESTER. Aðalástæðan er SUBARU BOXER vélin þar sem stimplarnir vinna í 180° frá vinstri til hægri í stað þess að fara upp og niður eins og í hefðbundnum vélum.

Með þessu fæst lægri þyngdarpunktur og þar af leiðandi meiri stöðugleiki. Enn fremur gera gagnstæðar hreyfingar stimplanna það að verkum að þeir vinna hvor gegn öðrum og hjálpa þannig við að draga úr titringi.

2.0-Lítra DOHC
SUBARU BOXER Dísil Sjálfskiptur

  • Hámarksafl 108 kW (148 PS) / 3.600 rpm
  • Hámarkstog 350 Nm / 1.600 - 2.400 rpm
  • Eldsneytiseyðsla*(1) 6,0 l /100 km
  • CO2 útblástur*(1) 158g / km

2.0-LITRE DOHC
SUBARU BOXER Bensín Sjálfskiptur

  • Hámarksafl 110 kW (150 PS) / 6.200 rpm
  • Hámarkstog 198 Nm / 4.200 rpm
  • Eldsneytiseyðsla*(2) 6,5 l/100 km
  • CO2 útblástur*(2) 150 g/km

*Skoða skilyrði

* Eldsneytisnotkun og CO2 útblástur: er samkvæmt EC715/2007-2015/45W.

Meiri stöðugleiki með BOXER vél

SUBARU BOXER vélar hafa lárétta, liggjandi hönnun þannig að stimplarnir vinna í 180° frá vinstri til hægri en ekki beint upp og niður eins og í hefðbundnum vélum. BOXER vélar eru þar af leiðandi með lægri þyngdarpunkt en hefðbundnar vélar og veita bílnum þannig meiri stöðugleika.

Endingargóð afköst

BOXER vélar sem hannaðar eru með lárétta, liggjandi stimpla hafa minna innra viðnám en hefðbundnar vélar. Þar af leiðandi eru þær áreiðanlegar, skapa minni titring og skila áreiðanlegum afköstum.

Lineartronic + Active Torque Split AWD

Fyrir snarpa og óaðfinnanlega skiptingu er byltingarkennda Lineartronic CVT sjálfskiptingin frábær valkostur, en hún lagar sig sífellt að breyttum aðstæðum í akstri. Þar sem skiptingin er án þrepa þá heldur hún vélinni ávallt í kjörsnúningi.

Virk afldreifing til allra hjóla og jöfn þyngdardreifing fjórhjóladrifsbúnaðarins frá vinstri til hægri er ástæða þess að fjórhjóladrifið í SUBARU er annálað fyrir virkni og öryggi.

X-MODE

Með því að þrýsta á X-MODE hnappinn kallar þú fram kraft sem kemur innan frá og hjálpar þér að sigrast á þeim áskorunum sem kunna að vera fyrir hendi.

FORESTER finnur sinn styrkleika með aðstoð X-MODE; með því að virkja X-MODE dregur þú fram helstu hæfileika FORESTER.

X-Mode og Hill Descent Control

„X“ er fyrir meiri færni fyrir hvaða bílstjóra sem er og við allar akstursaðstæður. Með því að þrýsta á hnapp virkjast X-MODE sem tekur yfir stjórn á vél, skiptingu, fjórhjóladrifi, hemlum og öðrum þáttum sem gerir akstur á lélegum vegum eða í slæmum veðurskilyrðum leikandi léttan. Brekkuhjálp sem auðveldar akstur fram af bröttum brúnum eða niður brekkur er einnig hluti af nýja X-MODE drifkerfinu.

Ekkert ætti að stoppa þig

FORESTER var hannaður með það að leiðarljósi að auðvelt væri að aka erfiða vegaslóða, án þess að valda skaða á bílnum eða festa hann. Aðgangs- og frágangshorn er með því mesta sem þekkist í þessum flokki bíla (25°/26°) en það auðveldar utanvegaakstur. Hæð undir lægsta punkt er einnig með því besta sem þekkist eða 22 cm.

SI-DRIVE

Með því að þrýsta á einn hnapp í stýrinu standa þér til boða tvær mismunandi stillingar á samhæfingu vélar og sjálfskiptingar sem koma til móts við ólíkan stíl og væntingar bílstjórans. Í boði eru stillingarnar Intelligent og Sport.

Í hefðbundinni Intelligent-stillingu stjórnast gírskiptingar af eldsneytissparnaði og eru mjúkar og þægilegar. Sport-stillingin gerir ökumanni hins vegar kleift að beita bílnum betur og njóta aflsins.