SUBARU EYESIGHT
akstursaðstoðarkerfiðFullkomnasta öryggismyndavélatækni sem völ er á

Sjálfvirk neyðarhemlun *(3)
Nánar
Þegar öryggismyndavélarnar skynja gangandi vegfaranda, reiðhjól eða annan bíl fyrir framan bílinn, í nálægð sem skapar hættu á árekstri miðað við hraða bílsins, láta þær ökumann vita með hljóðmerki og blikkandi ljósi. Ef ökumaður hægir ekki nógu mikið á sér getur öryggiskerfið brugðist við og hemlað til að draga úr líkum á árekstri. Ef ökumaður bregst ekki nógu snarlega við miðað við aðstæður grípur kerfið inn í og hemlar sjálfvirkt.

Sjálfvirk neyðarstjórnun
Nánar
Þegar öryggismyndavélarnar skynja hlut eða vegg framan við bílinn og ökumaður setur bílinn í áfram-gír og gerir sig líklegan til að aka beint áfram í stað þess að bakka gerir kerfið ökumanni viðvart með hljóðmerki og blikkandi ljósi. Ef ekkert er aðhafst tekur kerfið eldsneytisgjöfina yfir til að koma í veg fyrir árekstur.

Áminning um að taka af stað
Nánar
Þegar bíllinn er í kyrrstöðu á gatnamótum og bíllinn fyrir framan leggur af stað lætur öryggismyndavélakerfið ökumann vita með hljóðmerki og blikkandi ljósi að kominn sé tími til að leggja af stað.

Heldur hæfilegri fjarlægð milli bíla
Nánar
Öryggismyndavélakerfið heldur ekki aðeins þeim hraða sem ökumaður setur eins og hefðbundinn hraðastillir gerir. Þegar öryggismyndavélarnar skynja annan bíl fyrir framan bílinn stilla þær hraða og bil á milli bíla að teknu tilliti til hraða bílsins sem á undan fer.Öryggismyndavélarnar stjórna skiptingu, afli vélar og hemlum og stilla hraða á bilinu frá 0-180 km/klst. Þær skynja einnig rauðan lit hemlaljósa og geta því stöðvað og tekið aftur af stað í umferð sem liðast áfram.

Akreina- og sveifluvari
Nánar
Öryggismyndavélarnar fylgjast með aksturslagi og veglínum og gera ökumanni viðvart, með hljóðmerki og blikkandi ljósi, ef bíllinn rásar á veginum og ef ekið er yfir veglínur án þess að gefa til kynna með stefnuljósum að ökumaður ætli að skipta um akrein. Sveifluvarinn er einungis virkur ef ekið er á meira en 60 km hraða en akreinavarinn er virkur þegar ekið er á 50 km hraða eða meira.

Sjálfvirk stýringaraðstoð
Nánar
Þegar öryggismyndavélarnar skynja mögulega hættu á árekstri bregst sjálfvirkt stýringarhjálparkerfi við með því að auðvelda ökumanni að taka snögglega krappa beygju.
*Skilmálar
*(1) EyeSight öryggisbúnaðurinn er einungis hugsaður sem viðbót við árvakan akstur ökumanns. Búnaðurinn getur ekki komið í staðinn fyrir að ökumaður taki fulla ábyrgð á aðstæðum eins og gildandi umferðareglur segja til um. Hafa þarf í huga að virkni búnaðarins er háð reglulegu viðhaldi bílsins, veðri og akstursaðstæðum hverju sinni. Nauðsynlegt er að lesa og kynna sér vel upplýsingar um takmarkanir EyeSight öryggisbúnaðarins í eigendahandbók bílsins.
*(2) Þar sem virkni EyeSight öryggisbúnaðarins takmarkast við hæð yfir einum metra frá jörðu getur búnaðurinn ekki borið kennsl á börn og hluti sem kunna að vera undir eins metra hæð.
*(3) Sjálfvirk neyðarhemlun virkar ekki alltaf eða við allar aðstæður. Hraðamismunur milli bíls og hluta í umhverfinu, annarra farartækja eða vegfarenda hefur áhrif þar á sem og hæð hluta. Búnaðurinn getur því virkað á ólíkan hátt við mismunandi aðstæður. Ökumaður þarf alltaf að taka fulla ábyrgð á akstrinum og vera á varðbergi gagnvart breytilegum aðstæðum.
NÁNARI UPPLÝSINGAR

Gerðirnar
Solterra
Outback
Forester
Þjónusta
Bóka tíma í þjónustu
Ábyrgðar- og þjónustubók
Hafa samband
Senda fyrirspurn
Bóka reynsluakstur
BL ehf. - Sævarhöfði 2, 110 Reykjavík - 525 8000