XV

Hvert augnablik er ævintýri

Þú gerir það sem þú villt, þegar þér hentar

Við tryggjum öryggi þitt

SUBARU XV er með alls konar öryggisbúnað sem hjálpar þér að forðast slys eða ver þig þegar slys ber að höndum...


5-stjörnu EURO NCAP einkunn

5-stjörnu EURO NCAP einkunn

SUBARU XV leitast við að hámarka öryggi allra farþega eins og best verður kosið. Þess vegna fær SUBARU XV 5 stjörnur í EURO NCAP árekstraprófunum*(1) sem er hæsta mögulegu einkunn.

Sérstyrkt burðarvirki

Sérstyrkt burðarvirki

Sérstyrkt hringlaga grindin ver farþegarýmið frá þakinu til hurðanna og niður að gólfi. Við árekstur á grindin að taka við mesta högginu og minnka þar með líkurnar á meiðslum farþega. Grindin er úr sérhertu stáli sem er gríðarlega sterk en þó einstaklega létt.

Útsýni

Útsýni

Til að koma í veg fyrir óhöpp er grundvallaratriði að sjá vel í kringum sig. SUBARU XV er hannaður með það fyrir augum að ökumaður hafi bestu mögulegu sýn á nánasta umhverfi. Til að auka enn á öryggið er bakkmyndavél staðalbúnaður sem gefur ökumanni örugga sýn þegar bakkað er.

Sæti, öryggisbelti og SRS<sup>*(2)</sup> loftpúðar

Sæti, öryggisbelti og SRS*(2) loftpúðar

Hæðarstillanleg öryggisbelti í framsætum eru með strekkjurum sem halda farþegum tryggilega á sínum stað. Framsætin í Subaru XV draga úr höfuðhnykk og höfuðpúðar draga úr höggi og verja framsætisfarþega komi til...

Vél fer niður við högg

Vél fer niður við högg

SUBARU leitast eftir því að gera meira þegar kemur að öryggi. Ef keyrt ef beint framan á einhverja fyrirstöðu tryggir staðsetning vélar og gírkassa að þau leita niður á við og fara undir farþegarýmið og lágmarka því áhættu á líkamstjóni.

Stöðugleikastýring

Stöðugleikastýring

Með röð skynjara vaktar og greinir Vehicle Dynamics Control kerfið hvort bifreiðin fylgi áætlaðri akstursstefnu ökumanns. Víki bíllinn frá akstursstefnu t.d. þegar dekk skrikar eða beygt er skyndilega þá breytast togkraftur, vélarafl og hemlar við hvert hjól og hjálpa til við að halda ökutækinu í réttri stefnu.

* Skoða skilyrði

*(1) Evrópuútgáfa af SUBARU XV var prófaður í EURO NCAP.

*(2) SRS: Supplemental Restraint System. Virkar með notkun bílbelta.