XV

Hvert augnablik er ævintýri

Þú gerir það sem þú villt, þegar þér hentar

Symmetrical fjórhjóladrifið

Þegar þú keyrir SUBARU XV er fátt sem getur komið í veg fyrir ánægjulega upplifun. Ástæðan er sú að með SUBARU XV færðu góða veghæð sportjeppans, lágan þyngdar- og jafnvægispunkt sportbílsins ásamt SYMMETRICAL fjórhjóladrifinu. Með hjálp SUBARU BOXER vélarinnar státar fjórhjóladrifsbúnaðurinn af nánast algjörlega jafnri þyngdardreifingu sem hefur í för með sér ótrúlegan kraft og framúrskarandi tog.

Niðurstaðan er jafnvægi og stöðugleiki sem tryggir fullkomna stjórn við síbreytilegar akstursaðstæður. Ökumaðurinn öðlast meiri hugarró og öryggi en í nokkru öðru ökutæki – þetta er kjarninn í akstursupplifun SUBARU.

SUBARU BOXER vélin

Fáir bílar eru jafn kröftugir og viðbragðsfljótir og SUBARU XV. Ástæðan er SUBARU BOXER vélin en með liggjandi hönnun vinna stimplarnir í vélinni frá vinstri til hægri ólíkt hefðbundnum vélum þar sem stimplarnir vinna upp og niður.

Þetta tryggir lægri þyngdarpunkt og meiri stöðugleika. Að auki vinna gagnstæðar hreyfingar stimplanna hvor á móti annarri og draga þannig úr titringi.

2.0-LITRE DOHC SUBARU BOXER

2.0-LITRE DOHC SUBARU BOXER

  • Hámarksafl 110 kW (150 PS) / 6.200 rpm
  • Hámarkstog 196 Nm (20.0 kgfm) / 4.200 rpm
  • Eldsneytisnotkun Lineartronic* 6,5 lit./100 km
  • CO2 útblástur Lineartronic*151g / km

*Skoða skilyrði

* Eldsneytisnotkun og CO2 útblástur: er samkvæmt EC715/2007-2015/45W.

Endingargóð frammistaða

BOXER vélar sem hannaðar eru lárétt með liggjandi stimpla hafa minna innra viðnám en hefðbundnar vélar og þar af leiðandi verður vinnan léttari. Með réttu viðhaldi verður ending þeirra því betri.

Meiri stöðugleiki með BOXER vél

SUBARU BOXER vélar hafa lárétta, liggjandi hönnun, en þá vinna stimplarnir í 180° frá vinstri til hægri en ekki beint upp og niður eins og í hefðbundnum vélum. BOXER vélar eru þar af leiðandi með lægri þyngdarpunkt en hefðbundnar vélar og veita bílnum þannig meiri stöðugleika.

Lineartronic + Active Torque Split fjórhjóladrif

Ástæðan fyrir frábærri snerpu og sparneytni SUBARU XV er LINEATRONIC sjálfskiptingin. Þessi netta og létta sjálfskipting bætir eldsneytisnýtinguna svo um munar með því að halda snúningshraða vélarinnar alltaf í kjörsnúningi. Í samspili við LINEATRONIC skiptinguna er Active Torque Split sem sendir 60% af aflinu út í framhjólin og 40% út í afturhjólin við venjulegar aðstæður.

Þegar aðstæður verða meira krefjandi bregst kerfið samstundis við með því að breyta afldreifingu milli fram- og afturhjóla ásamt gírkassa. Við þetta eykst geta fjórhjóladrifsins til að veita enn öruggari og liprari akstursupplifun.