Outback

Þetta er þinn vegur

fylgdu honum

Symmetrical fjórhjóladrifið

Það gefur manni sjálfstraust að vera með fulla stjórn. Stöðugleiki og lipurð vekja akstursánægju, sem er einmitt það sem er spennandi við OUTBACK. SUBARU bílar eru þekktir fyrir að gefa aukið sjálfstraust undir stýri, en það er Symmetrical fjórhjóladrifinu og SUBARU BOXER vélinni að þakka. Þessir eiginleikar skila vélarafli til allra fjóra hjólanna á sama tíma og veita þar með betri stjórn við allar akstursaðstæður.

Með framúrskarandi stöðugleika og jafnvægi verður meðhöndlun þægileg og nákvæm á sama tíma. Ökuferðin verður ögrandi og grípandi en það má þakka láréttri röðun búnaðar og lágri þyngdarmiðju. Einstakir kostir Symmetrical fjórhjóladrifsins gera það að verkum að aksturinn verður ánægjulegri og þú betur í stakk búinn til forðast hættur.

SUBARU BOXER vélin

Fáir jepplingar aka um götunar með jafnmiklu öryggi og snerpu og OUTBACK. Aðalástæðan er SUBARU BOXER vélin þar sem stimplarnir vinna í 180° frá vinstri til hægri í stað þess að fara upp og niður eins og í hefðbundnum vélum.

Með þessu fæst lægri þyngdarpunktur og þar af leiðandi meiri stöðugleiki. Enn fremur gera gagnstæðar hreyfingar stimplanna það að verkum að þeir vinna hvor gegn öðrum og hjálpa þannig við að draga úr titringi.

2.0 lítra DOHC TURBO <br>SUBARU BOXER <em>DIESEL</em>

2.0 lítra DOHC TURBO
SUBARU BOXER DIESEL

  • Hámarksafl 110 kW (150 PS) / 3.600 rpm
  • Hámarkstog 350 NM (35.7 kgfm) / 3.600-2.800 rpm
  • Eldsneytiseyðsla*(1) 6,1 l/100 km (Lineartronic)
  • CO2 útblástur*(1) 159g / km (Lineartronic)

2.5 lítra DOHC SUBARU BOXER

2.5 lítra DOHC SUBARU BOXER

  • Hámarksafl 129 kW (175 PS) / 5.800 rpm
  • Hámarkstog 235 Nm (24.0 kgfm) / 4.000 rpm
  • Eldsneytiseyðsla*(1) 7,0 l/100 km
  • CO2 útblástur*(1)161g / km

* View the conditions

* (1)(2) Eldsneytisnotkun og CO2 útblástur: er samkvæmt EC715/2007-2015/45W.

Endingargóð frammistaða

BOXER vélar sem hannaðar eru lárétt með liggjandi stimpla hafa minna innra viðnám en hefðbundnar vélar. Þar af leiðandi eru þær áreiðanlegar, skapa minni titring og skila áreiðanlegum afköstum.

Meiri stöðugleiki með BOXER vél

SUBARU BOXER vélar hafa lárétta, liggjandi hönnun þannig að stimplarnir vinna í 180° frá vinstri til hægri en ekki beint upp og niður eins og í hefðbundnum vélum. BOXER vélar eru þar af leiðandi með lægri þyngdarpunkt en hefðbundnar vélar og veita bílnum þannig meiri stöðugleika.

Lineartronic

Lineartronic

Bíll með sítengdu fjórhjóladrifi var nýjung á markaðinum þegar SUBARU kynnti það fyrst fyrir umheiminum. Eftir það breyttust væntingar almennings til fjórhjóladrifstækni að eilífu. Að sjálfsögðu heldur SUBARU áfram að vera með nýjustu Lineartronic CVT sjálfskiptinguna sem er að finna í OUTBACK. Þessi snarpa og létta skipting fer fram úr þeim hefðbundnu með óvæntri nákvæmni og léttleika.

Hnappaskipting í stýri

Þegar þörf krefur getur ökumaður breytt úr sjálfskiptingu yfir í beinskiptingu og notað flipana sem staðsettir eru aftan við stýrið til að skipta um gír. Þetta gefur ökumanni kost á að njóta allra bestu eiginleika vélarinnar.

X-Mode*

Með því að þrýsta á X-MODE hnappinn kallar þú fram kraft sem kemur innan frá og hjálpar þér að sigrast á þeim áskorunum sem kunna að vera fyrir hendi

* aðeins fáanlegt með Lineatronic sjálfskiptingunni

OUTBACK finnur sinn styrkleika með aðstoð X-MODE; með því að virkja X-MODE dregur þú fram helstu hæfileika OUTBACK.

SI-DRIVE*

Með því að þrýsta á einn hnapp í stýrinu standa þér til boða tvær mismunandi stillingar á samhæfingu vélar og sjálfskiptingar sem þjóna mismunandi stíl og væntingum bílstjóra. Í boði eru stillingarnar Intelligent og Sport.

* Aðeins á bensín útfærslu.