Levorg

Framúrskarandi kraftur

Einkennandi hönnun.

Symmetrical fjórhjóladrifið

Fjórar tengingar jörðina.

Veggrip við allar aðstæður

Það er ástæða fyrir því að Symmetrical fjórhjóladrifið í SUBARU er rómað um allan heim. Liggjandi hönnun SUBARU BOXER véla tryggir lágan þyngdarpunkt og mikinn stöðugleika. Þetta, ásamt stöðugri afldreifingu til allra hjóla og jafnri þyngdardreifingu fjórhjóladrifbúnaðarins frá vinstri til hægri, er ástæða þess að fjórhjóladrifið í SUBARU er annálað fyrir virkni og öryggi.

Stöðugleikastýringin í LEVORG tekur við skilaboðum frá skynjurunum sem fylgjast með hreyfingum bílsins og því hvernig ökumaður beitir eldsneytisgjöf, stýri og hemlum. Með hjálp virks átaksdreifingarkerfis getur sjálfvirkur búnaðurinn brugðist við og aðstoðað ökumann við að halda fullri stjórn á bílnum og þar með aukið öryggi í akstri.

SUBARU BOXER vélin

Róleg og stöðug

SUBARU BOXER vélin hefur lárétta, liggjandi hönnun þar sem stimplarnir vinna í 180° frá hægri til vinstri en ekki beint upp eins og í hefðbundnum vélum. Með þessu fæst lægri þyngdarpunktur og þar af leiðandi meiri stöðugleiki.

Nýjasta SUBARU BOXER vélin í SUBARU fjölskyldunni er 1,6 lítra DIT vél í SUBARU LEVORG. Minna rúmtak, öflug túrbína og nákvæmara innspýtingskerfi skilar nýju 1,6 lítra vélinni meira afli og betri eldsneytisnýtingu en áður hefur þekkst í þessum stærðarflokki SUBARU bíla.

Hönnun sem endist

SUBARU BOXER vélar sem hannaðar eru lárétt með liggjandi stimpla hafa minna innra viðnám en hefðbundnar vélar þannig að vinnan veitist þeim léttari. Með réttu viðhaldi verður ending þeirra því betri.

Meiri stöðugleiki með BOXER vél

SUBARU BOXER vélar hafa lárétta liggjandi hönnun. Þar af leiðandi vinna stimplarnir í 180° frá vinstri til hægri en ekki beint upp eins og í hefðbundnum vélum. SUBARU BOXER vélar eru með lægri þyngdarpunkt en hefðbundnar vélar og veita bílnum því meiri stöðugleika.

Lárétt 180°, 4 strokka, Turbo DOCH, 16 ventla, bensín

Lárétt 180°, 4 strokka, Turbo DOCH, 16 ventla, bensín

  • Hámarksafl 125 kW (170 PS) / 4.800-5.600 rpm
  • Hámarkstog: 250 Nm (25.5 kgfm) / 1.800-4.800 rpm
  • Eldsneytisnotkun: 1,6*6,9 l/100 km
  • CO2 útblástur 1,6*159 g/km

*Skoða skilyrði

* Eldsneytisnotkun og CO2 útblástur: er samkvæmt EC715/2007-2015/45W.

Lineartronic CVT

Skiptu um væntingar

Lineartronic

Bíll með sítengdu fjórhjóladrifi var nýjung á markaðinum þegar SUBARU kynnti það fyrst fyrir umheiminum. Eftir það breyttust væntingar almennings til fjórhjóladrifstækni að eilífu. Að sjálfsögðu heldur SUBARU áfram að vera með nýjustu Lineartronic CVT sjálfskiptinguna sem er að finna í LEVORG. Með óvæntri nákvæmni og léttleika kemur þessi snarpa skipting á óvart.

Hnappaskipting í stýri

Þegar þörf krefur getur ökumaður breytt úr sjálfskiptingu yfir í beinskiptingu og notað flipana sem staðsettir eru aftan við stýrið til að skipta um gír. Þetta gefur ökumanni kost á að njóta allra bestu eiginleika vélarinnar.

Sífellt að aðlaga sig, alltaf að standa sig

Einstök þreplaus sjálfskipting LEVORG sem heitir „Lineartronic Continuously Variable Transmission (CVT)“ svarar með snerpu og aðlagast sífellt breyttum aðstæðum í akstri. Þar sem skiptingin er þreplaus þá heldur hún vélinni ávallt í kjörsnúningi til þess að bæta nýtingu eldsneytisins.

SI-DRIVE

Með því að þrýsta á einn hnapp í stýrinu standa þér til boða tvær mismunandi stillingar á samhæfingu vélar og sjálfskiptingar sem koma til móts við ólíkan stíl og væntingar bílstjórans. Í boði eru stillingarnar Intelligent og Sport.

Í hefðbundinni Intelligent-stillingu stjórnast gírskiptingar af eldsneytissparnaði og eru mjúkar og þægilegar. Sport-stillingin gerir ökumanni hins vegar kleift að beita bílnum betur og njóta aflsins.