Forester

Tilbúinn fyrir allt.

Gerðu það sem þig hefur alltaf langað til að gera.

BOXER-vél SUBARU

Boxer-vél, eða flöt vél, er vél með stimplum sem hreyfast lárétt í gagnstæða átt að hvor öðrum.
Í meira en hálfa öld hefur Subaru lagt áherslu á framleiðslu SUBARU BOXER-véla vegna hinna mörgu kosta sem þær hafa fram yfir aðrar vélagerðir og til að tryggja endingu og áreiðanleg afköst í bílum sínum.

Aukinn stöðugleiki

Lág þyngdarmiðja og flöt hönnun auka stöðugleika út til hliðanna miðað við aðrar gerðir véla.

Innbyggt jafnvægi

Flöt vélin er einstaklega stíf og stöðug og skapar minni titring en aðrar gerðir véla.

Samhverft aldrif

Samhverft aldrif Subaru dreifir afli til allra dekkja til að auka grip á blautu og sleipu undirlagi.
Á láréttum samhverfum fleti býður kerfið upp á stöðuga og lága þyngdarmiðju sem skilar stöðugri og öruggari akstri.

Lineartronic + aldrif með virkri skiptingu togs

Lineartronic er hægt að stilla á öll hlutföll innan sviðs kerfisins til að tryggja mjúka og stiglausa gírskiptingu sem heldur vélinni innan skilvirkasta snúnings fyrir hnökralausa hröðun, afköst og sparneytni.
Þessu kerfi fylgir Subaru-aldrif með virkri skiptingu togs. Sjálfgefið tog erí góðu jafnvægi milli fram- og afturhjóla og lagar sig að akstursskilyrðum.

SGP-undirvagn

SGP-undirvagn Subaru (Subaru Global Platform) er undirvagninn sem allir bílar Subaru munu aka á. Hér er á ferðinni undirvagn sem snýst ekki bara um aukin afköst heldur einnig akstursupplifun sem aðeins er að finna í Subaru ásamt auknu alhliða öryggi og afkastagetu.
Þetta er framtíðin hjá Subaru, framtíð sem býður upp á enn meiri ánægju og hugarró í akstri.

Skemmtilegri í akstri

Viðbragðsbetri aksturseiginleikar gera þér kleift að stýra bílnum nákvæmlega eins og þú vilt og auka þannig getu þína til að forðast hættu. Jafnvel þótt nýi Forester-bíllinn standi hátt frá jörðu er hann í öruggri nálægð við veginn í beygjum, sem gerir bílinn enn öruggari og skemmtilegri í akstri, jafnvel á löngum ferðalögum.

Þægindi í akstri

Endurbætur á stífni undirvagns, fjöðrun og jafnvægisstöngum dempa högg frá vegi og jafna út ójöfnur með það að markmiði að auka þægindi og draga úr þreytu í lengri ferðum.

Þægilegt farþegarými

Óþægilegur titringur og hávaði hefur verið lágmarkaður til að tryggja ánægjulegan akstur fyrir alla í bílnum. Endurbætur á fjöðrun og einstaklega stífur undirvagn tryggja svo þægindi.

X-MODE

Með því að þrýsta á X-MODE hnappinn kallar þú fram kraft sem kemur innan frá og hjálpar þér að sigrast á þeim áskorunum sem kunna að vera fyrir hendi.
FORESTER finnur sinn styrkleika með aðstoð X-MODE; með því að virkja X-MODE dregur þú fram helstu hæfileika FORESTER

X-MODE og hallastýring

Upplifðu sanna akstursgetu glænýs Forester með nýjum X-MODE eiginleika. Veldu stillinguna [SNOW/DIRT] fyrir hált yfirborð þakið snjó, drullu eða möl, eða [D.SNOW/MUD] fyrir sérlega erfiða vegi þar sem dekkin geta fest, t.d. djúpan snjó, aur eða drullu.
X-MODE nýtir mikið tog og skjóta svörun drifmótorsins til að komast úr festum, sem bætir enn frekar aksturseiginleikana og eykur öryggistilfinninguna. Auk þess hjálpar hallastýringin til við að halda öruggum og stöðugum hraða, jafnvel á hálu yfirborði niður í móti, til að veita þér enn meiri hugarró við aksturinn. *1
*1 Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir öryggi og aðgát í akstri. Virkni hallastýringar ræðst af mörgum þáttum, svo sem viðhaldi bíls, veðri, hjólbörðum og akstursaðstæðum.

Góð hæð frá jörðu

Nýr og endurbættur Forester var ekki aðeins hannaður með mikilli hæð frá jörðu, eins og vera ber hjá jeppum, heldur var einnig hugað vel að fláa að framan, upphækkunarfláa og afakstursfláa. Allt þetta hefur verið fínstillt til að þú eigir auðveldara með að komast yfir hindranir án þess að verða fyrir skemmdum eða festast.
*2 Með 18 tommu felgum.

SI-DRIVE

Veldu snjallstillingu fyrir jafnan, lipran og umhverfisvænan akstur eða sportstillingu til að fá tafarlausa, línulega og togmikla svörun við inngjöf sem skilar sér í sportlegum og mjúkum akstri á öllu hraðasviðinu.
Mótorhjálp bætir enn frekar heildarsvörun við hröðun til að akstursupplifunin verði enn kraftmeiri og sportlegri.